Örvitinn

EM úrslitin og rauðvínspotturinn

Við erum þrír sem eigum möguleika á sigri í rauðvínspottinum í vinnunni: ég, Bjarki og Þórður. Bjarki er með bestu líkurnar. Til að ég fái eitthvað út úr pottinum þarf Þýskaland að tapa úrslitaleiknum. Ef þeir tapa fyrir Spánverjum í úrslitaleik vinn ég allan pottinn, ef þeir tapa fyrir Rússum deilum ég og Bjarki góssinu. Ef RússarSpánverjar vinna Tyrki í úrslitaleik tekur Þórður pottinn. Öll önnur úrslit þýða að Bjarki fær flöskurnar.

Þannig að ég held með Þjóðverjum á móti Tyrkjum, Spánverjum á móti Rússum og svo því liði sem mætir Þjóðverjum í úrslitaleik. Ég spáði því semsagt áður en mótið hófst að Spánn myndi sigra Þýskaland í úrslitaleik.

boltinn
Athugasemdir

Arnold Björnsson - 25/06/08 14:38 #

Vona að þú hafir þetta fyrir rest. Frekar vil ég Spánverjana sem sigurvegara en Þjóðverja. Ég hef samt ekkert á móti Þjóðverjum, bara kominn tími á Spán. ja nema að Rússarnir verði í úrslitum :)

Arnold Björnsson - 25/06/08 21:08 #

Jæja þetta er allt að koma hjá þér þó Tyrkir hefðu átt skilið að vinna. Þetta er búið að vera frábært mót. Ég verð þó að segja að ég er kominn með útbrot og ofnæmieinkenni eftir að hafa hlustað á lýsingar þeirra sem séð hafa um það í þessum útsendingum. Úff!

Matti - 25/06/08 21:26 #

Já, nú þurfa Þjóðverjar bara að tapa úrslitaleiknum :-)