Örvitinn

Þeir deyja ungir...

Sigurbjörn Einarsson biskup í góðu stuði

"Níutíu og sjö ára er í dag Sigurbjörn Einarsson biskup" #

Af hverju les ég um þetta í Vefþjóðviljanum? [Af hverju les ég Vefþjóðviljann yfir höfuð? Það má gvuðinn þeirra vita.] Er Sigurbjörn Einarsson talsmaður frjálshyggju? Hefur hann einhverntímann verið það?

Nei, eins og ég hef áður bent á er Vefþjóðviljinn ekki vefsíða um frjálshyggju heldur kristilega íhaldssemi. Þetta eru repúblikanar. Neókónar. Alveg örugglega ekki umburðarlyndisfasistar.

Ég held það sé ekki til verri frasi tengdur trúarbrögðum heldur en "Þeir deyja ungir sem guðirnir elska". Á að vera einhver huggun í þessum orðum? Hvað um það. Þessi orð eiga vel við í dag. Til hamingju með afmælið Sigurbjörn og til hamingju Vefþjóðviljinn.

kvabb
Athugasemdir

hildigunnur - 30/06/08 19:30 #

Ég hef alltaf skilið þetta orðtak þannig að heppið fólk haldist ungt í anda, ekki deyi raunverulega ungt.