Örvitinn

Heiðmörk í dag

Fjölskyldan í HeiðmörkVið rifum okkur af stað og fórum úr húsi klukkan hálf fjögur í dag. Gyða útbjóa nesti og svo skelltum við okkur í Heiðmörk og gengum góðan hring.

Mikið ósakplega höfðum við öll gott af því að komast út og anda að okkur fersku lofti. Stundum er letin alveg að drepa mann.

Veðrið var fínt þó það væri skýjað. Slatti af fólki var á ferð, margir að ganga, sumir að grilla og gera sér góðan dag.

Við komum við í Krónunni í Seljahverfi á heimleiðinni, keyptum svínarif á grillið. Vorum næstum búin að láta plata okkur því þó pakkningar væru rækilega merktar með 35% afslætti á kassa var ekkert slíkt að sjá á strimli. Ég fékk mismuninn endurgreiddan þegar ég rölti inn og benti á mistökin.

dagbók