Örvitinn

Blíðan

Það er óskapleg blíða í Bakkaseli. Steikjandi sól og lítill vindur, sem betur fær nær smá gustur í gegn af og til og kælir okkur. Blíðan í bústað er víst ennþá meiri.

Ég þarf að fara að klippa ofan af reynitrénu og öspinni, taka eins og tvo metra af báðum. Þyrfti eiginlega líka að halda áfram að vinna í beðunum. Nenni því ekki í dag.

Í staðin sit ég og rembist við að sjá á tölvuskjáinn meðan rafhlaðan endist.

14:35
Ég tók mig til og vann aðeins í beðinu. Það er ávanabindandi, maður getur ekki hætt. Skil ekkert í krökkunum í unglingavinnunni.

Sólin er farin en það er ennþá hlýtt. Gyða borðar mangó, ég gæði mér á orange suðusúkkulaði.

dagbók
Athugasemdir

Arnold Björnsson - 06/07/08 15:32 #

Ég skil þetta ekki, konan er með opið út á svalir það er skítkalt hjá mér þó ég sé í mesta lagi 5 kílómetra í burtu frá þér. Ég er reyndar enn á nærbuxunum svo það kannski ástæðan. Mér finnst samt ekki hægt að kalla það heit úti ef manni er kallt á nærbuxunum :)

Matti - 06/07/08 15:39 #

Það kólnaði líka dálítið vel um þrjú - og þá flúði ég inn. Nú ætla ég að flýja úr borginni og í sólina.