Örvitinn

Flótta-fólk

Af hverju þurfum við að eltast við þessar pólitísku lagaflækjur varðandi flóttafólk og þeirra réttindi. Flóttafólk er nefnilega líka dálítið annað en flóttafólk, þau eiga nokkuð sameiginlegt með mér og þér.

Þau eru fólk.

Af hverju í ósköpunum erum "við" að rembast við að koma í veg fyrir að fólk geti flutt á þetta sker í úthafinu?

Einhverjir halda því eflaust fram að við höfum ekki efni á að hafa þau á félagslega kerfinu en það er allt önnur umræða. Fólk fer ekki beint á félagslega kerfið hér á landi. Flóttafólk fær vissulega aðlögunartíma en um síðasta dæmi sem tröllríður öllu gildir ekki slík afsökun, það "fólk" var með vinnu og vildi vinna. Hver veit, kannski er þetta fólk ógn við siðinn Í landinu en það á varla við í þetta skipti. Maðurinn er sannkristinn (er það ekki annars, ekki að það skipti nokkru andskotans máli). Ekki tekur þetta fólk af okkur "lífsrýmið", hér er nóg pláss og fullt af óseldum fasteignum.

Af hverju tökum við ekki vel á móti öllu fólki - hvort sem það er á flótta eða ekki? Er eitthvað að "okkur"?

pólitík