Örvitinn

Punktar

Ég kíkti í ræktina áðan. Fór í World Class í Turninum í fyrsta sinn. Það var ágætt. Stöðin er frekar lítið en það var rólegt þegar ég mætti og því engin bið eftir tækjum. Það er kjánalega langt síðan ég fór síðast í ræktina. Þyngdartölur líta ekki vel út þessa dagana.

Ég verð samt í mínus yfir daginn því áður höfðum við borðað staðgóðan hádegisverð í Kringlunni þar sem ég fékk mér myndarlegan hamborgara og franskar. Eftir matinn gengum við hring og skoðuðum World Press Photo. Það voru nokkrar myndir þar sem gripu mig en ekki mjög margar.

Þar á undan fórum við í Z-brautir og gluggatjöld og pöntuðum rúllugardínu hana Kollu. Fórum með gömlu stöngina og fáum nýtt efni á hana. Afgreiðslutími ekki nema 2-3 vikur! Hvað er það eiginlega?

Í gærkvöldi eldaði ég svínasnitsel í raspi í fyrsta skipti á ævinni. Það kom ágætlega út.

dagbók
Athugasemdir

Sirrý - 14/07/08 20:55 #

Mikið ertu duglegur að hafa farið í ræktina í sumarfríinu. Við erum auðvitað einstaklega handlægin fjölskylda og fórum í Byko á útsölu og keyptum okkur myrkratjöld fyrir allt uppi 4 stórir og 1 lítill 10.000 kall og Baddi minkaði þær sjálfur. Afgreiðslu tími samdægurs og tvö kvöld og allir sofa vel :C)