Örvitinn

Þjóðminjasafnið, Bóksalan og kerfið

Fjölskyldan heimsótti Þjóðminjasafnið eftir hádegi. Röltum um og skoðuðum. Ég hef ekki farið í Þjóðminjasafnið síðan ég var í barnaskóla. Stelpurnar hafa allar farið nýlega. Það sem kom mér mest á óvart var myrkrið!

Kíktum í Bóksölu stúdenta. Mér sýnist úrval tölvubóka hafa minnkað ansi mikið. Sá a.m.k. ekkert sem vakti áhuga minn. Heimspekihillan var meira spennandi og ég var næstum búinn að grípa tvær bækur - en náði sönsum og ákvað að það væri gáfulegra að klára að lesa einhverjar úr lesbunkanum fyrst. Skoðaði borðið með bókum um trúarbrögð og trúleysi, fannst úrvalið ekki spennandi.

Á heimleiðinni hlustuðum við á Rás2 og heyrðum frásögn af Íslendingi búsettum í Bretlandi sem kemst ekki til Íslands í sumarfríinu þar sem konan hans fær ekki vegabréfsáritun. Hvað er eiginlega að gerast í heiminum í dag? Eru kerfiskarlarnir búnir að taka yfir? Til hvers í andskotanum erum við eiginlega með sendiráð í London ef þau geta ekki redda svona máli? Til hvers erum við með Útlendingastofnun ef þau geta ekki reddað svona máli? Ég vil láta reka þetta kerfisfólk sem veldur því að svona tilvik eru mögulega.

Endum þetta á bjartari nótum. Ég skoraði a.m.k. tvo mörk í hádegisboltanum. Var hætt að standa á saman, held ég hafi ekki skorað mark í síðustu fjórum tímum - í næstum mánuð.

dagbók