Örvitinn

Dómsmálaráðherra og björgunarsveitir

Af hverju lætur Dómsmálaráðherra eins og björgunarsveitir landsins séu á hans ábyrgð? Þegar hann er spurður út í það Í Kastljósi kvöldsins hvort lögreglan stríði við manneklu nefnir hann fjölda björgunarsveitarmanna sem kallaðir voru út við suðurlandsskjálftann til að andmæla því.

Þegar hann segir að það hafi verið markmið hans í mörg ár að "efla lögregluna" gleymir hann að nefna að þar á hann við sérsveitir lögreglunnar, ekki almenna löggæslu.

Það er enginn skortur á lögreglumönnum þegar fjarlægja þarf meðlimi Saving Iceland af vettvangi, en það er skortur á þeim þegar verið er að berja fólk í buff í miðbænum um helgar - eða þegar góðborgarar landsins dunda sér við að brjótast inn í heimili í Breiðholtinu. Það er skortur á lögreglumönnum til að rannsaka slík innbrot, það þekki ég vel. Það er ekki skortur á sérsveitarmönnum með vélbyssur til að ná í ógæfufólkið ef það skyldi vera frá útlöndum!

Að lokum legg ég til að allir sem vilja að lögreglan fái stuðbyssur skrái sig á lista yfir stuðningsmenn. Í hvert skipti sem lögreglan notar stuðbyssur verður einhver á listanum valinn til að fá jafn mikinn rafstraum. BB að sjálfsögðu efstur á lista.

pólitík
Athugasemdir