Robbie Keane
Robbie Keane er orðinn leikmaður Liverpool. Það er nokkuð langt síðan áreiðanlegar fréttir af þessu fóru að berast á spjallborðum þannig að fyrir mér var þetta var bara spurning um tíma.
Ég er ansi ánægður, einhverjir vilja meina að 19 milljónir punda séu alltof mikið fyrir 28 ára leikmann. Á móti kemur að Keane hefur reynslu af því að skora í enska boltanum og er ótrúlega lunkinn leikmaður. Hann hefur skorað 100 mörk í ensku deildinni og var á fullu á síðasta tímabili. Vonandi ná hann og Torres að vinna vel saman.
Eitthvað er rætt um þetta á Liverpool blogginu.