Örvitinn

Dagskrá dagsins

Við skellum okkur í fótbolta í hádeginu (ég í fótbolta, stelpurnar dunda sér á svæðinu) og eftir það förum við í sund. Því miður eru stelpurnar of gamlar til að koma með mér í karlaklefann, mér finnst óþægilegt að senda þær einar í klefa þó þær ráði alveg við það sjálfar. Ætli við förum ekki í einhverja sundlaug sem þær þekkja vel - t.d. Breiðholtslaug frekar en Laugardalslaug sem er nær hádegisboltanum.

Svo erum við víst búin að lofa því að taka dálítið til í dag. Það hefur ekki mikið gerst ennþá, en eitthvað þó. Ég fór niður í þvottahús með einn bala af fötum og tók til í eldhúsinu.

fjölskyldan
Athugasemdir

hildigunnur - 29/07/08 15:18 #

hehe, blessaður treystu þeim, minn 8 ára gutti er búinn að fara aleinn í strákaklefann frá því hann var 6 ára, tvær saman, ekkert mál!

Matti - 29/07/08 15:36 #

Já, enda var þetta ekkert mál. Fórum í Laugardalslaug og stelpurnar sáu um sig sjálfar. Ég beið svo bara eftir þeim við útgang í laug og bar á þær sólarvörn áður en þær fóru út.

Verst að stóra rennibrautin er lokuð, Laugardalslaugin er satt að segja ekkert rosalega spennandi fyrir krakka borið saman við sumar af þessum nýju laugum - t.d. í Mosfellsbæ.

hildigunnur - 29/07/08 20:07 #

ha, er hún ENNÞÁ lokuð? Við fórum þangað fyrir að verða tveimur mánuðum og þá var hún lokuð. Seltjarnarnes klikkaði ekki í dag. Þurfum að kíkja í Mosfellsbæinn, greinilega.

hildigunnur - 29/07/08 20:10 #

(samt svolítið langt að hjóla þangað...)

Matti - 29/07/08 23:31 #

Já, kannski frekar langur hjólatúr - a.m.k. fyrir unga hjólareiðakappa. Næst kíkjum við eflaust í Árbæjarlaug.