Örvitinn

Humarauglýsing

humar_auglysing_litil.jpgÞessi auglýsing Fiskisögu sem birtist í dagblöðum í dag skartar humarmynd frá mér. Ég kem að öðru leyti ekkert nálægt gerð auglýsingar eða frágangi, sendi myndina nokkurn vegin óunna í fullri stærð.

Ég fæ örlitla umbun, kaupi mér kannski humar fyrir peninginn. Og þó, auðvitað á það að fara í myndavélagræjusjóðinn (núverandi staða 0,- kr).

Gerið svo meira grín að mér fyrir að taka myndir af því sem ég borða :-)

myndir
Athugasemdir

Arnold - 31/07/08 12:37 #

Nei helvítið, Matti orðinn auglýsingaljósmyndari! Ég stoppaði einmitt við þessa auglýsingu þegar ég fletti fréttabalðinu áðan. Fannst hún eitthvað svo girnileg (ég er alltaf svangur). Í græjusjóðinn með aurinn´. Þú þarft að fara að safna fyrir D700 ;)

Matti - 31/07/08 13:12 #

D700 er draumurinn. Ég hef þó haft ágætis stjórn á græjulostanum undanfarnar vikur.

Var fyrst núna að taka eftir því að myndinni hefur verið speglað fyrir auglýsinguna.

Matti - 31/07/08 20:26 #

Takk takk. Nú þarf ég bara að muna eftir að skrifa reikning og senda.

Matti - 30/12/08 16:44 #

Þess má geta að ég sendi reikning en fékk aldrei greitt þrátt fyrir loforð um annað ("Ekkert mál, borga þér eftur helgi!"). Karl Örvarsson svaraði ekki síðasta pósti mínum.

Jæja, ég get þá bara glaðst yfir því að hafa fengið birtingu í blöðunum, nenni ekki að svekkja mig á þessu. Í millitíðinni er ég líka búinn að eignast D700.

Arnold - 30/12/08 21:13 #

Velkominn í heim ljósmyndarans. Þetta er frekar normið heldur en hitt. Enda er ég byrjaður að vinna í prentsmiðju sem prentari og mynda í aukavinnu þegar ég nenni. Ljósmyndarafagið er dautt á Íslandi. Mjög fáir ná að lifa sæmilegu lífi á þessu, enda finnst fólki engin ástæða til að borga ljósmyndurum fyrir vinnu sína. Stela myndunum jafnvel og finnst það bara ekkert athugavert. :) Þetta eru jú bara myndir :)

Arnold - 30/12/08 21:15 #

Afsakið slappa stafsetningu í kommentinu að ofan, en þetta skilst :)

Matti - 30/12/08 21:17 #

Verstu stafsetningarvillur lagast af sjálfu sér á þessu bloggi ;-)

Arnold - 30/12/08 21:18 #

Já tók eftir því, fleiri vefir mættu vera svona fyrir fljótfæra eins og mig :)