Örvitinn

Wall-E

Ég fór með stelpunum á Wall-E áðan.

Þetta er í raun óskaplega einföld mynd, væntanlega hafa þýðendur og þeir sem sjá um raddsetningu aldrei fengið einfaldara verkefni.

Þó það sé heilmikill undirliggjandi áróður gegn neysluhyggju og fyrir umhverfisvernd í myndinni (jörðin er óbyggilegt útaf sóðaskap) var það ekki það fyrsta sem stelpunum datt í hug þegar ég spurði þær út í boðskap myndarinnar.

Þeim fannst gaman í bíó, það er það sem mestu skiptir. Pabba þeirra leiddist ekkert sem er alltaf bónus.

kvikmyndir
Athugasemdir

hildigunnur - 31/07/08 20:58 #

haha, við fórum líka á wall-e áðan, reyndar klukkan 17:50 - á ensku, krakkarnir harðneita að sjá svona myndir með íslensku tali.

Bara mjög skemmtileg.