Örvitinn

Hákarlalistar Morgunblaðsins

Á blaðsíðu tíu í Morgunblaðinu í dag kvartar höfundur Staksteina undan því að skattstjórar sendi fjölmiðlum lista yfir hæstu skattreiðendur í hverju umdæmi. Höfundur Staksteina spyr hvaðan sú skylda komi að skattstjórar taki saman slíka lista.

Höfundur Staksteina hefur fullan rétt á þeirri skoðun að opinberun þessara upplýsinga sé vafasöm. Að sjálfsögðu er þetta eitthvað sem þarf að ræða.

Á næstu opnu Morgunblaðsins, á blaðsíðu tólf, birtir Morgunblaðið þessa lista. Ég hlýt að spyrja: Hvaðan kemur sú skylda að Morgunblaðið birti þessa lista? Hefði blaðið ekki geta sýnt gott fordæmi og einfaldlega sleppt því algjörlega að fjalla um þessar upplýsingar. Blaðið hefur jú átt það til að þaga vandlega um valin mál.

fjölmiðlar