Örvitinn

Markaðssetning kapítalismans

Í grein í Fréttablaðinu í dag skrifar Hannes Hólmsteinn meðal annars:

Hinn sigursæli kapítalismi hefur ekki sömu þörf fyrir gáfnaljós af Aragötunni (þar sem prófessorar Háskólans bjuggu í niðurgreiddu húsnæði) og sósíalismi.

Á þetta að vera jákvæður punktur fyrir kapítalismann?

pólitík
Athugasemdir

Arnold - 01/08/08 11:59 #

Kapitalisminn virkar ekki frekar enn kommúnisminn. Alla vega ekki ef takmarkið er að búa til manneskjulegt samfélag. Ég var aðdáandi Hannesar og kapitalismans þegar ég var yngir, en það hefur fjarað út með tímanum. Hannes hefur í seinni tíð virkað á mig sem varðhundur ákveðinna hagsmunaaðila frekar en hugsjónamaður eins og ég upplifði hann hérna áður fyrr.

Sindri Guðjónsson - 01/08/08 22:57 #

Kapítalisminn hefur skapað meiri auð og velmegun en áður hefur þekkst, og verið mikill drifkratur framfara í vísindum og þekkingu (menn eru alltaf að reyna að finna upp nýtt dót til að selja, ný lyf, ný farartæki, o.s.frv.)

Kapítalisminn hefur líka búið til hina gríðarstóru millistétt, sem varla þekktist áður. Menn voru annaðhvort nokkuð auðugir eða bláfátækir.

Kapítalisminn er auðvitað ekkert fullkominn, (frekar en lífið og tilveran almennt). Hannes Hólmsteinn er svo auðvitað stórgallaður, og Sjálfstæðisflokkurinn virkar stundum, því miður, á mann sem varðhundur ákveðinna hagsmuna.

Vill einhver annars stofna með mér nýjan borgara/hægri flokk? ;-)

Arnold - 01/08/08 23:43 #

Kapitalisminn er einmitt góður til þess sem þú telur til Sindri. Við getum þakkað honum óskaplega margt. Þetta er auðvitað bara spurning um markmið. Hvernig samfélagi við viljum lifa í. Kapitalismi á efitt uppdrátta hér á landi. Þess vegna er Sjálfstæðisflokkurinn eins og hann er.