Örvitinn

Gvuð og forsetinn

Af heimasíðu forsetaembættisins.

Embættistaka forseta
Ólafur Ragnar Grímsson tekur við embætti forseta Íslands á ný við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu. Á undan athöfninni er helgistund í Dómkirkjunni sem hefst klukkan 15:30. Forseti hæstaréttar afhendir forseta kjörbréf. Að því loknu ganga forsetahjónin fram á svalir Alþingishússins og hylla ættjörðina. Athöfninni lýkur með ræðu forseta og flutningi þjóðsöngsins.

Er ekki tímabært í að aðskilja ríki og kirkju í alvörunni? Finnst engum öðrum en mér það vera glórulaus tímaskekkja að Fordómakarl Sigurbjörnsson prédiki yfir forsetanum og embættismönnum?

kristni pólitík
Athugasemdir

Birgir Baldursson - 01/08/08 15:59 #

Ef menn bara væru til í að leggja hefðirnar og vanahugsunina aðeins til hliðar í og reyna að sjá hlutina í sínu rétta samhengi yrði þeim ljóst hvílík forneskja þarna er í gangi. Og þá erum við ekki bara að tala um miðaldirnar með öllum sínum geðbiluðu ranghugmyndum og mannfjandsamlegri forheimskun, heldur er þetta fullkomin samsvörun við töfralækninn sem hristir maracas yfir hausamótunum á veiðimönnunum áður en þeir halda út á gresjuna að færa björg í bú.

Reynið að sjá fyrir ykkur Karl Sigurbjörnsson í strápilsi með andlitsmálningu og kókóshnetur á skafti fylltar hrísgrjónum, dansandi í djöfulmóð fram og aftur um altarið, þá vitið þið hvað ég er að meina.

-DJ- - 02/08/08 00:16 #

Það væri þó allavega fólgið ákveðið skemmtanagildi í því Birgir.

Ég hefði reyndar viljað sjá Svarthöfða þarna í dag, sökum embættis síns ætti hann að vera fastagestur á öllum þessum samkomum.