Örvitinn

Ber er hver að baki...

...nema sér bróður eigi.

Árni Johnsen og Bjarni Harðarson í kjólfötum

[Myndinni stal ég frá Vísir.is]

pólitík
Athugasemdir

hildigunnur - 03/08/08 23:43 #

sko, ég veit þér er ekki vel við Bjarna, en ekki bera hann saman við Árna Johnsen, Bjarni hefur að mér vitandi ekki svikið nokkurn mann né brotið landslög.

Matti - 03/08/08 23:50 #

Mér finnst þetta skemmtilegt mynd og myndatextinn lýsandi fyrir þá afstöðu sem þingmaðurinn Bjarni Harðarson hefur tekið með trúarnötturum eins og Árna Johnsen hér á landi. Bjarni Harðarson stendur að baki þeim og styður ásókn þeirra í leik- og grunnskóla.

Það er nú það sem ég vildi segja með þessum myndatexta.

hildigunnur - 04/08/08 16:41 #

Sem er reyndar sérkennilegt, þar sem Bjarni segist ekki vera trúaður.

Matti - 04/08/08 23:28 #

Það er einmitt stórundarlegt, Bjarni er ákafur ríkiskirkjusinni og stuðningsmaður trúboðs í skólum. Ég ýki ekki, honum finnst t.d. ekkert athugavert þó það séu bænastundir í skólum.