Örvitinn

Heima

Fórum í bústað á föstudagskvöld, komum heim í dag með smá viðkomu í Svínadal þar sem foreldrar mínir voru hjá Jakobínu sem var með bústað. Ætluðum að skella okkur í heimsókn í Kjós en náðum ekki sambandi við sveitafólkið - eflaust eru þau úti á landi.

Vorum í ágætu veðri og höfðum það gott. Ég gekk smá hring og yfirfór girðinguna. Á tveimur stöðum voru göt sem kindur hafa komist í gegnum. Ég lappaði upp á það.

Þrifum pottinn sem gerði það að verkum að ekki var hægt að fara í hann fyrr en í morgun. Það tekur soddan tíma að hita vatnið í þessum rafmagnspottum. Elduðum lambalæri og humar í gærkvöldi, hamborgara og pylsur á föstudagskvöld.

Nú ætla ég að slaka á síðasta sólarhringinn í fríi. Vinna á þriðjudag. Ég væri alveg til í að vera lengur í fríi!

dagbók
Athugasemdir

Eva - 04/08/08 23:07 #

Við skelltum okkur norður á Akureyri um helgina, hefði nú verið gaman að taka á móti ykkur, en svona er þetta. Vonandi eigiði leið í Kjósina fljótlega aftur:)

Matti - 04/08/08 23:10 #

Hvernig er það, er ekkert gsm samband á Akureyri? Gyða náði aldrei í gegn!