Örvitinn

Fyrsti vinnudagur eftir sumarfrí

Matthías ÁsgeirssonJæja, fyrsti vinnudagur eftir sumarfrí liðinn. Ekki get ég sagt að ég hafi gert mikið. Jú, ég endurheimti að sjálfsögðu Trackwellmeistaratitilinn í pílu. Fór í fótbolta í hádeginu þar sem ég náði ekki að skora þrátt fyrir a.m.k. tvö dauðafæri. Tognaði líka í kálfa sem er bölvað bögg, þarf að hvíla á næstunni.

Þegar ég ók úr Bakkaselinu í morgun sá ég að Bjarni Örn Kærnested var einnig að aka af stað, náði að heilsa honum á ljósunum. Þegar ég hafði lagt fyrir aftan vinnuna hitti ég Bjarna aftur, hann átti þá erindi í veiðibúðina sem er í sama húsi við Laugaveginn.

Ég skellti mér til rakarans á jarðhæðinni áður en ég mætti í vinnu og fékk hann til að skerða hár mitt í 6mm. Tók sjálfsmynd í stofunni í kvöld. Lék mér aðeins með vinnslu, þetta er dálítill hrærigrautur.

Á codinghorror las ég fína greina um verkefnastjórnun og þaðan er vísað á enn betri grein um það hvort og hvernig umbuna skal hópum (pdf skjal).

Ég stefni á að gera eitthvað gagnlegt í vinnunni á morgun.

dagbók