Örvitinn

Einkareksturinn

Vísanir á Ármann virka stundum ekki mjög lengi en ég verð á benda á pistil hans um einkarekstur og einkavæðingu.

Það er stundum skrítið að fylgjast með því þegar ríki og sveitarfélög færa verkefni frá opinberum aðilum til einkaaðila þrátt fyrir að einkareksturinn sé dýrari. Ég er enginn andstæðingur einkareksturs, þvert á móti. Mér finnst bara mikilvægara að hið opinbera nýti skattfé eins vel og mögulegt er. Dýrari einkarekstur stangast á við það. Þar virðist tilgangurinn frekar vera sá að færa fé til "réttra" aðila.

Ég hefði haldið að hægrimenn sem vilja minnka ríkisútgjöld myndu taka undir slíkt en sumum finnst mikilvægara að færa verkefnin frá hinu opinbera heldur en að auka hagkvæmnina. Það hlýtur að enda með því að við greiðum hærra hlutfall launa okkar fyrir sömu eða verri þjónustu en hið opinbera sinnir í dag - sumt af því mun heita tryggingar en ekki skattar - svona svipað og gerist í Bandaríkjunum.

pólitík