Örvitinn

Eddie Vedder - Into the wild

Um daginn sá ég bíómyndina Into the wild og þótti hún ansi góð. Eitt af því sem vakti athygli mína var tónlistin í myndinni og þessa vikuna hef ég verið að hlusta á diskinn frekar oft, hann er ekki nema þrjátíu mínútur þannig að það tekur ekki langan tíma að renna í gegnum hann allan.

Lagið Society er sennilega þekktasta lagið af disknum en ég er að fíla þetta allt - sérstaklega gítarstefið og "hummið" í lokalaginu - það er eitthvað svo vinalegt. Mér finnst afar flottur "hljómur" á disknum og vegna myndarinnar færist hugurinn ósjálfrátt út í náttúruna þegar hlustað er á sum stefin.

Hér er lagið Society.

lag dagsins