Örvitinn

Prentaravesen

Fyrir nokkrum vikum henti ég gamla Oki laser prentaranum sem hafði legið úti í bílskúr í langan tíma og enn lengur ónotaður á gólfinu í sjónvarpsstofunni. Nú er litaprentarinn líka dauður. Þetta er ekki mjög merkilegur bleksprautuprentari en þó sniðug græja þar sem þetta er líka scanner og ljósritunarvél. Reyndar hef ég ekki notað scannerinn mikið en það hefur þó gerst oftar en einu sinni.

Ég þarf að fara að kíkja á prentara. Þarf einhvern praktískan prentara til að prenta út skjöl en vil líka geta prentað út ljósmyndir í góðum gæðum. Langar í A3 litaprentara en eflaust er það afskaplega óhagkvæmt miðað við væntanlega notkun.

Verð að játa að ég nenni eiginlega ekki að spá í prenturum.

tölvuvesen
Athugasemdir

Arnold Björnsson - 10/08/08 20:30 #

Mæli með Canon Pro9500. Á einn svoleiðis og er svaka ánægður með printin. Mjög góð svarthvít prentun alveg laus við metamerisma. A3+ prentari en kostar um 80 þús.

hildigunnur - 11/08/08 01:04 #

mig langar í litalaserprentara. Fer aldrei nokkurn tímann til baka í bleksprautu, læt frekar svarthvítt duga...

Kalli - 11/08/08 11:52 #

En er litalaser betri til að prenta út ljósmyndir en góð bleksprauta?

Ég myndi samt frekar vilja eiga s/h laser en bleksprautu. Eina sem maður gerir með prentara heima er að prenta út einhverj skjöl og þá er laserinn yfirburða og ódýrari til langs tíma.

Ætla að reyna að prenta út mynd eftir sjálfan mig í fyrsta skipti í vikunni. Sé ekkert sérstaklega eftir því að eiga ekki almennilegar græjur í það sjálfur. Læt bara fagmann redda þessu :) (Vonandi, þarf að sjá hvort ég finn fagmann fyrst :p )