Örvitinn

Gaypride og bænagangan

Í tilefni dagsins vil ég rifja upp að ekki er langt síðan kristin trúfélög, þar með talið ríkiskirkjan, stóðu fyrir bænagöngu sem meðal annars var beint gegn gleðigöngu samkynhneigðra samkvæmt forsvarsmanni göngunnar.

Sumir vilja trúa því að ríkiskirkjan sé í raun búin að taka samkynhneigða í sátt. Kirkjan er samt enn í samstarfi við (og styrkir) önnur kristin trúfélög sem breiða út fordóma gagnvart hommum og lesbíum. Ríkiskirkjan mismunar ennþá fólk eftir kynhneigð. Auk þess hefur æðsti maður kirkjunnar barist gegn réttindum samkynhneigðra alla sína biskupstíð. Meðal annars mætti hann fyrir þingnefnd sem fjallaði um réttindi samkynhneigðra og úthúðaði samkynhneigðum samkvæmt mínum heimildum.

Ég ætla að skreppa í bæinn og bjóða fólki aðstoð við að leiðrétta trúfélagaskráningu sína. Ekki styrkja stofnun sem berst gegn réttindum, hvort sem það eru réttindi kvenna, samkynhneigðra eða þeirra sem aðhyllast önnur (eða engin) trúarbrögð. Skráið ykkur úr ríkiskirkjunni - gerið það fyrir biskupinn fordómafulla.

kristni
Athugasemdir

Aðalbjörn Leifsson - 09/08/08 16:38 #

Sæll Matthías, passaðu þig á að þú ætlar bara að leiðrétta trúfélagsskráningu, ekki kynhneigð þína. Guð blessi þig og varðveiti, þess bið ég Aðalbjörn í nafni Jesú Krists. Amen

Nonni - 09/08/08 21:33 #

Kæri Aðalbjörn,
það er nær ómögulegt að "leiðrétta" kynhneigð. Sjá t.d. grein á wikipediu um afhommun

Það er hins vegar alltaf hægt að verða betri maður. Gott fyrsta skref væri að losa sig við kreddur og fordóma byggða á aldagömlum trúarbrögðum.

Lifðu heill.

Nonni - 09/08/08 21:49 #

Ég mæli með að google-bomba þessa göngu sem "ógleðigangan"

Matti - 09/08/08 23:11 #

Aðalbjörn, það er alltaf jafn gaman að þér og þínum fordómum. Getur verið að þú sért óöruggur um kynhneigð þína?

Guðmundur Björn - 10/08/08 01:02 #

Þetta er nú ljóta endæmis þvælan, og að sama skapi að ég sé að skoða þessa vefsíðu. Lestu gerðir Kirkjuþings og þá sérðu að íslenska þjóðkirkjan er lengst komin allra lútherska kirkna í veröldinni í þessum málum, og getur gefið saman samkynhneigða. Heldurðu virkilega að biskup Íslands sé sá maður sem þú heldur fram? Ég legg til að þú lítir í eigin barm áður en þú úthúðar manninum svona. Heldurðu að kristnum sé kennt það að hata homma og lesbíur, eða að það sé bara innbyggt í okkar sjúku trú? Ég hef staðið í þeirri von um að þínir líkir leggi niður barnaskapinn og þroskist, og leyfi trú sinni og vantrú að þroskast og nærast, maður á víst að þroskast með aldrinum. Það svo sorglegt að lesa svona, manni verður illt. Hafi fólk á annað borð einhvern áhuga á því að segja sig úr þjóðkirkjunni, sökum hennar "viðbjóðslegu mannréttindabrota", þá þarf það engann götuspámann til þess. Hvað hafið þið gert í mannréttindamálum, og til hjálpar minnihlutahópum? En þú þarft þess væntanlega ekki, enda hefurðu líklega löngu ráðið lífsgátuna.

Matti - 10/08/08 01:06 #

Heldurðu virkilega að biskup Íslands sé sá maður sem þú heldur fram?

Ég hef það frá alþingismanni sem var í nefndinni sem biskup kom fyrir. Þegar alþingismaðurinn lýsti fyrir mér þeim orðum sem biskupinn notaði um samkynhneigða fyrir nefndinni var það með orðunum að biskup hefði verið "verri en Gunnar í Krossinum".

Lestu gerðir Kirkjuþings og þá sérðu að íslenska þjóðkirkjan er lengst komin allra lútherska kirkna í veröldinni

Hvaða máli skiptir það? Það er staðreynd að það var ríkiskirkjan sem kom í veg fyrir að ein lög yrðu sett um hjónabönd óháð kynhneigð. Enn er það svo að prestum er í sjálfsvald sett hvort þeir gefa saman samkynhneigða.

Ef kirkjan er lengst komin í einhverjum hópi segir það mér meira um það hvað sá hópur (allar lúthers kirkjur í þessu tilviku) eru hrikalega aftarlega á merinni.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 10/08/08 05:37 #

...íslenska þjóðkirkjan er lengst komin allra lútherska kirkna í veröldinni...

Já, og BTW, B-flokkur HK gengur bara vel í fjórðu deildinni.

Guðmundur, að monta sig af því að vera framúrstefnuleg kirkja er afskapleg asnalegt. Æðsti maður þeirrakr kirkju sem er "lengst komin allra lútherskra kirkna í veröldinni" telur allt kynlíf samkynhneigðra vera rangt. Viltu ekki monta þig af því? BTW ég sá Kalla biskup ekki í bænum í dag, hvar var þessi mannréttindafrömuður í dag?