Örvitinn

Fulla tunglið hans Geirs Jóns

Tunglið gegnum sjónauka

Þetta er kjaftæði. Algjört bull.

„Það sparar mér mikla fjármuni að það verði ekki fullt tungl á menningarnótt," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Hann segist lengi hafa haldið því fram að meira álag sé hjá lögreglunni þegar tunglið er fullt og því hafi hann fjölmennari vaktir þær helgar þegar svo ber undir.

Samt er þetta endurtekið á hverju ári, jafnvel oft á ári. Ef það er fullt tungl og læti í bænum er það staðfesting, ef það er ekki fullt tungl og samt læti eða læti og ekki fullt tungl þá virðist það gleymast.

Þetta er klassískt dæmi um staðfestingartilhneigingu (lesið fyrstu líka athugasemdina).

Ég skora á fjölmiðlafólk að skoða þetta betur í stað þess að endurtaka mýtuna gagnrýnislaust trekk í trekk, gögnin eru til staðar.

Það er ekkert grín ef undirbúningur fyrir vaktir lögreglu byggir á bábilju. Við vitum að Geir Jón trúir ólíklegustu hlutum en þetta finnst mér of langt gengið. Hann getur einfaldlega skoðað málið. Ef kenning hans er rétt ætti að vera auðvelt fyrir hann að sýna fram á það.

efahyggja fjölmiðlar
Athugasemdir

Matti - 11/08/08 15:08 #

Sverrir skrifar um þetta á Vantrú og kemur með góðan punkt:

Ef þessi hefð hefur verið lengi við lýði er hins vegar tómt mál að sannreyna fullyrðingar um fullt tungl út frá málaskrá lögreglunnar. Minni mannskapur þýðir auðvitað að lögreglan sinnir færri útköllum.

Með öðrum orðum, með því að hafa fleiri menn á vakt þegar tungl er fullt staðfestir Geir Jón mögulega spádóm sinn þar sem fleiri menn geta sinnt fleiri útköllum.

árni - 14/08/08 23:21 #

svipað var einu sinni rannsakað og niðurstöðurnar voru að fólk er öðruvísi en vanalega þegar það er fullt tungl , útaf einhverrju rafseguls rugli , en kannski ekki með meiri læti en samt öðruvísi ;)

Matti - 14/08/08 23:25 #

Ég mæli með því að þið kíkið á umfjöllun Vantrúar um þetta mál. Þar eru þegar komnar nokkrar athugasemdir og meðal annars er fjallað um rannsóknir á áhrifum tunglsins á hegðun fólks.

fannar h - 14/08/08 23:26 #

það er nú alveg hægt að vera vantrúaður og síðan viðurkennt þetta. Við erum nú einu sinni að tala um hlut sem togar í jörðina með því líku afli af úthöfinn togast í átt að tunglinu.

Það er nú bara hægt að skoða munin á fylleríum út um allt land eftir helgum. hvort það er fullt tungl eða ekki. hvort sem það er í RVK eða ekki. það er eitthvað sem gerist á fullutungli sem gerir marga nánast taumlausa.

Matti - 14/08/08 23:31 #

Ef tunglið hefur þessi áhrif á fyllerí úti um allt land er einfalt að sýna fram á það með gögnum lögreglunnar.

Það hefur aldrei verið gert. Í athugasemdinni sem ég vísaði á kemur fram að sumarstarfsmaður lögreglunnar skoðaði gögnin og komst að því að tunglið hafði engin áhrif.

Ég skal "viðurkenna þetta" um leið og einhver sýnir fram á það með gögnum að eitthvað sé í gangi. Þangað til er þetta bara nútíma þjóðsaga.

ATH Gerið frekar athugasemdir hér. Ég svara þar ef einhver vill beina athugasemdum til mín sérstaklega útaf þessari grein.

Sigrún - 15/08/08 01:33 #

Ég er hjúkrunarfræðingur og verð nú að taka undir með Jóni. Ég veit s.s. ekkert hvað veldur en t.d. næturvaktir sem fara fram um helgi þegar það er fullt tungl eru oft nánast óyfirstíganlegar sökum álags.

Það er nú bara þannig að við sem erum búin að vinna í geiranum lengi erum fyrir löngu búin að átta okkur á þessu hvort sem þú kýst að trúa því eður ei. Ég tel mig nú ekki hæfa til þess að tjá mig um þetta ástand í segulssviðlegu samhengi en uppi hafa verið kennigar að fullt tungl hreinlega laði fleira fólk á djammið en aðrar nætur.

Og btw, við lærðum um confirmation bias í náminu og og erum meðvitum um hann í daglegu lífi okkar, ekki bara þegar kemur að fullu tungli ;)

Lind - 15/08/08 07:26 #

einhverntímann las ég að það var gerð könnun um þetta í stórborg í Bandaríkjunum.... man reyndar ekki hvaða borg það var. En það var 3x meira um innbrot og slagsmál og svoleiðis þegar það var fullt tungl.

Sindri - 15/08/08 07:48 #

Það er ágætis grein um þetta á Wikipedia. Þar er vísað í slatta af rannsóknum sem sýna ekki fram á neina tengingu milli glæpa og tunglsins. ATH. greinin vísar í heimildir, segir ekki bara að höfundur hafi einusinni lesið að þetta væri satt og sannað.

Verndari Geirs - 15/08/08 07:59 #

Ég vill taka það fram að ég er nú ekki beint aðdáandi mörgæsanna, en í þessu tilviki ætla ég að leggja orð í belg. Fyrst og fremst ætla ég að biðja ykkur um að vera ekki að rífa snilldarlega hugmyndafræði Geirs í tætlur. Þó undarlegt megi virðast þá þekkir hver og einn sem unnið hefur við næturlífið þessa kenningu og flestir af næturhröfnunum á bak við barborðið geta tekið undir þessa undarlegu goðsögn. Er ekki bara hægt að gera grín að GAZ manninum á ný eða eitthvað, en vinsamlegast látiði eina lögreglumanninn á Reykjavíkursvæðinu njóta vafans þar sem hann sinnir vinnunni sinni með þvílíkum yfirburðum á við kollega sína sem eru nær alltaf eins og órúnkaðir heilalausir hellisbúar.

Matti - 15/08/08 08:24 #

Ég vil biðja fólk um að lesa um staðfestingartilhneiginguna áður en það segir eitthvað eins og: "en t.d. næturvaktir sem fara fram um helgi þegar það er fullt tungl eru oft nánast óyfirstíganlegar sökum álags.".

Það er mjög auðvelt að sýna fram á þessi tengsl ef þau eru raunveruleg. Allar heimsóknir á spítala eru skráðar. Það er því verðugt verkefni fyrir hjúkrunarfræðing að taka sér eins og klukkutíma og skoða gögnin.

Við erum að tala um nútíma goðsögn sem auðvelt er að staðfesta. Hún hefur ekki verið staðfest vegna þess að hún er ekki sönn.

Flóknara er málið ekki.

Jón - 15/08/08 09:39 #

Matti; Ég hef séð þátt á Discovery þar sem gögn frá lögreglunni voru tekin til og sýnt fram að álag lögreglunnar var töluvert meira þegar tunglið var fullt.

Því miður hef ég ekkert reference þar sem ég sá þetta fyrir mörgum árum.

Matti - 15/08/08 09:42 #

Eins og Bjarni bloggar hér þá eru til rannsóknir sem sýna einhverja fylgni en mun fleiri sem sýna enga.

Sævar Helgi - 15/08/08 11:29 #

Mikið leiðist mér að lesa endalaust þetta að fyrst tunglið togi í úthöfin, þá hljóti það líka að toga í okkur með sama krafti fyrst við erum 70% vatn. Það má reikna út með mjög einfaldri menntaskólaeðlisfræði að krafturinn er á við mýflugu sem sest á handabakið. Sem sagt ekki neinn. Maður sem stendur við hliðina á þér hefur miklu meiri áhrif á þig en tunglið, nokkurn tímann.

Hvers vegna skyldi svo þyngdartog tunglsins vera meira þegar það er fullt en þegar það er hálft, fjórðungur eða nýtt. Hvers vegna skyldu ekki vera meiri læti þegar tunglið er nýtt, þ.e. milli jarðar og sólar, þar sem þyngdartog beggja hnatta leggst saman og við fáum stórstreymi? Fjarlægð tunglsins frá jörðu er breytileg, hvers vegna virðist það ekki hafa nein áhrif?

Kristján Hrannar Pálsson - 15/08/08 11:39 #

Ég held að fólk geri sér ekki alveg grein fyrir raunverulegum afleiðingum þess ef tunglið hefði virkilega áhrif á fólk. Ef vísindamenn hefðu komist að raunverulegum tengslum væri búið að rannsaka það mun nánar og varpa algerlega nýju ljósi á heilastarfsemi mannsins - e.t.v. væri búið að þróa eitthvert lyf eða aðferð til að halda þessum áhrifum í skefjum o.s.frv.

Það að vitneskja okkar um hugsanleg áhrif tunglsins stoppi á fullyrðingum um að það geti einhver óskilgreindar afleiðingar á okkur er oft vísbending um að ekkert sé til í því.

Toggi - 16/08/08 12:18 #

Þessi maður er náttla bara kjáni.. enda finnst flestum löggum það sem ég hef talað við. Að vera láta svona útur sér gerir bara litið úr lögreglumönnum og lætur þá líta út eins og hjátrúafulla vitleysinga... sorglegt...

Matti - 17/08/08 14:07 #

Á baksíðu Morgunblaðsins er umfjöllun um vakt lögreglunnar í miðbæ Reykjavíkur og rætt við Stefán Eiríksson lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu sem stóð vaktina aðfararnótt laugardags. Þar segir meðal annars:

Spurður hvort fleiri hafi áhrif á hegðun fólks frá einni helgi til annarrar svarar hann: "Það er ekki gangur himintunglanna, svo mikið er víst. Það sem skiptir máli m.a. er fjöldinn í bænum og nú voru frekar fáir á ferli"