Örvitinn

Ólympíufalsanir

Kínverjar leggja mikið á sig til að halda glæsilega hátíð og beita til þess ýmsum brögðum. Sjónvarpsáhorfendur sáu til dæmis ekki bara raunverulega flugelda heldur einnig tölvugerða á opnunarhátíðinni og nú var ég að lesa að söngatriði ungrar stúlku hefði ekki verið alveg ekta. Sú sem kom fram fyrir allra augum var ekki sú sama og söng. Besta röddin og besta andlitið tilheyrðu því miður ekki sömu stúlkunni en Kínverjarnir redduðu því.

Flottasta atriðið sem ég sá á þessari opnunarhátíð var þó alveg ekta, mér fannst "kassaatriðið" alveg magnað.

(via reddit)

Uppfært: Árans, nú fyrst sé ég að mbl.is fjallar um þetta. Þetta var semsagt frekar dæmigerð moggabloggfærsla hjá mér, endursögn á frétt (sem ég þó hafði ekki lesið) og engu bætt við.

Ýmislegt