Örvitinn

Það er ekki erfitt að hugsa

Walking in the forestStundum er það gert svo óskaplega flókið að hugsa.

Þú þarft að hugsa um hitt og þetta.

Hugsa um tilveruna, náttúruna og samfélagið.

Hugsa um kenningar, beita skynseminni og taka ábyrgð á eigin lífi.

Rembast við að efast um hitt og þetta sem öllum finnst gefið.

Hegða þér eftir eigin skynsemi, hafa sjálfstæðar skoðanir og aðhyllast þann lífsstíl sem þú kýst.

En það er ekki svona erfitt að hugsa. Og alls ekki svona flókið.

Hugsun krefst smá áreynslu, en er uppbyggjandi og gefandi.

Hugsunin krefst einskis af þér nema að þú opnir hjarta þitt fyrir þessum stórkostlega möguleika, þessu stórkostlega tækifæri, sem felst í því að lifa lífinu ekki einn, ekki einungis í eigin mætti eða vanmætti, ekki bara fyrir eigin elju og atorku, heldur með öðrum manneskjum og þeirra hugmyndum.

Sá sem hugsar þarf ekki að gera meira en að rölta um.

[Lauslega byggt á bloggfærslu séra Svavars Alfreðs]

efahyggja
Athugasemdir

Matti - 13/08/08 22:19 #

Nei, þetta er ekki hægt. Þetta er ennþá froða þó ég hafi reynt að laga prestapistilinn.