Örvitinn

Brennivídd - linsunotkun á árinu

Ég er farinn að velta fyrir mér myndavélamálum (D700) af alvöru þó ég hafi ágæta stjórn á græjulostanum. Er að pæla í að selja nokkrar linsur og D200 vélina. Ákvað að skoða hvernig myndir ég hef verið að taka, þ.e.a.s. hvaða brennivíddir ég nota oftast. Á grafinu sjást þær brennivíddir sem ég hef notað það sem af er ári, þ.e.a.s. miðað við myndir á myndasíðunni - samtals 505 myndir voru skoðaðar með python scripti.

Ég held að ástæða þess hve margar myndir eru teknar á 200mm þetta árið er að ég hef tekið mikið af myndum á fótboltamótum stelpnanna.

Á x ásnum er tvær runur, sú neðri er sambærileg brennivídd á full fram skynjara eins og í D700. Þ.e.a.s. 10mm linsa á D200 jafngildir 15mm á D700 og svo framvegis, margfalda þarf með 1.5 þar sem það er stærðarmunurinn á skynjurunum.

Á grafinu sést að ég nota linsurnar oftast í víðustu eða þrengstu stillingu. Linsurnar sem ég hef notað í ár eru Sigma 10-20, Nikon 17-55 2.8, Sigma 30 1.4, Nikon 50 1.8 og Nikon 80-200 2.8. Nikon 17-55 2.8 er sú linsa sem ég hef mest notað.

Brennivídd

myndavélar og aukahlutir
Athugasemdir

Bjarki - 14/08/08 09:17 #

Ljósmynda- og tölvunördin náðu að sameinast þarna til að mynda hina fullkomnu ofurnörda færslu, til hamingju! :)

Matti - 14/08/08 09:44 #

Takk takk, ég er nörd :-) Ég verð að játa að ég hef óskaplega gaman að svona pælingum. Næst ætla ég að taka saman tölfræði yfir ljósop og iso. Skelli python scriptinu líka inn.

Kalli - 14/08/08 10:28 #

Úff, D700 er of góð. Ég verð veikur á að hugsa um hana. Ég ætla ekki að eyða neinum pening í digital SLR vélar í bráð en nema til byltingar komi vona ég að ég geti fengið mér vél á borð við D700 einhvern tímann.

Er þetta ekki annars augljóst mál? Þú selur allar DX linsurnar og kaupir 14-24, 24-70 og reddar þér góðri 300mm AI prime linsu? :)

Annars vantar illilega 35mm F/1.4 linsu fyrir D700. Það væri draumakombó fyrir mig. Eða skarpasta 35mm linsan sem ég finn og svo 50mm f/1.4. Á eina 75-150 til víðbótar nú þegar og þá vantar bara eitthvað almennilega vítt. Kannski gamla 24 eða 28mm MF linsu.

28mm f/3.5 kostar innan við $100 og er víst massagóð.