Örvitinn

Borgarmálum reddað

Sökum þess hve illa gengur að stjórna borginni sendi ég frá mér þessa tilkynningu.

Ég skal taka að mér stjórn borgarinnar út kjörtímabilið. Lofa minna rugli en hjá þeim aðilum sem hafa séð um þetta undanfarið. Sætti mig við 75% af launum núverandi borgarstjóra, restin fer í góðgerðastarfsemi.

Er það ekki díll?

pólitík
Athugasemdir

Ásgeir - 14/08/08 13:24 #

Heyrðu, þetta er samþykkt.

Matti - 14/08/08 13:27 #

Flott. Er ég ekki hér með lýðræðislega kjörinn?

Kalli - 14/08/08 13:56 #

Mér sýnist þú hafa meiri stuðning, frá og með þessu atkvæði frá mér, en núverandi borgarstjóri.

Matti - 14/08/08 13:59 #

Mér sýnist á nýjustu fréttum að við þurfum að fara að tala um fyrrverandi borgarstjóra.

Ólafur F. - 14/08/08 14:19 #

Sem borgarstjóri frábið ég mér svona fréttaflutningi, sem er til þess fallinn að rýra farsælt samstarf F-lista og D-lista.
Ég heimta að þessum skrípaleik verði hætt, svo friður geti skapast um störf borgarstjórnar.

Matti - 14/08/08 14:57 #

Æi fokk Óli, þarna misstirðu af tækifærinu. Stuðningur sitjandi borgarstjórar hefði getað skipt sköpun en fyrrverandi borgarstjórar hafa lítið vægi (þeir eru svo margir).