Örvitinn

Nikkor 20-35 2.8

Fjárfesti í Nikkor 20-35 f/2.8 í hádeginu. Sá linsuna auglýsta á Ljósmyndakeppni.is fyrir allnokkru og var að spá í að kaupa. Hafði bara ekkert að gera við hana, á 17-55 2.8 linsuna sem er betri en hönnuð fyrir crop vélar. Nú ætla ég aftur á móti að kaupa D700 bráðlega og þessi smellpassar sem víðlinsa á hana, samsvarar 13.5-20 13.3-23.3 á crop (vanalega er maður að hugsa þetta öfugt). Ég mun væntanlega nota þessa linsu svipað og Sigma 10-20 á D200. Hlakka til að prófa að taka norðurljósamyndir á F/2.8 og iso6400!

Ég fletti auglýsingunni upp fyrir helgi, hafði samband við seljanda sem átti linsuna enn og keypti hana fyrir sanngjarnt verð.

Nú á ég þrjár full frame linsur, 20-35 2.8, 50 1.8 og 80-200 2.8. Það er ágætur pakki.

myndavélar og aukahlutir
Athugasemdir

Kalli - 18/08/08 14:51 #

Til hamingju með þetta! En er hún ekki nær því að vera eins og 23mm DX linsa á þrönga endanum? Sýnist þú bara ansi vel dekkaður fyrir D700.

Matti - 18/08/08 14:55 #

Það er rétt hjá þér, hún samsvarar 13.33-23 á dx.

Arnold - 18/08/08 17:06 #

Ég hef einmitt séð norðurljósamyndir teknar á þessa flögu (D3)og það er magnað. Endalausar upplýsingar í skuggum og háljósum.

Kalli - 18/08/08 17:14 #

Í því samhengi gæti ykkur fundist þetta áhugavert.