Örvitinn

Andtrúarfasistarnir

Mikið hefði ég nú gaman að heyra frá eins og einum af þessum reiðu ungu andtrúarfasistum, sem afneita biblíunni sem húmbukki og hindurvitnum og eru með skítkast á trúað og siðmenntað fólk. #

Vilhjálmur Örn virðist eiga dálítið bágt og það er eiginlega illa gert að vísa á þetta en annað er varla hægt.

Ég gerði tvær athugasemdir sem bíða samþykkis. Það verður spennandi að sjá hvort þær komast í loftið. Í þeirri fyrri spurði ég hvort þetta væri ekki "skítkast". Í þeirri síðari spurði ég hverjir það væru sem héldu því fram að allt væri rangt í Biblíunni. Spurði einnig hvort ekki væri skrítið að hann væri að nota hugtakið fasismi á þennan hátt því hann er sjálfur frekar viðkvæmur fyrir vísunum í nasisma.

vísanir
Athugasemdir

Matti - 19/08/08 16:05 #

Athugasemdir mínar eru komnar inn.

Óli Gneisti - 19/08/08 17:26 #

Mitt komment er lengi í gegn. Þar spyr ég hann um ákveðin skrif hans um austurríska gyðinga sem ég hrakti að því mér fannst ágætlega á mínu bloggi.

Óli Gneisti - 19/08/08 18:02 #

Mörg komment komin í gegn en ekki mitt. Voðalegur hugleysingi er hann.

Matti - 19/08/08 19:15 #

Þitt er komið í gegn. Annars sýnist mér tilgangslítið að reyna að ræða við þennan gaur.

hildigunnur - 20/08/08 01:00 #

vá hvað þetta er sick lið! (ekki að það séu fréttir...)

Óli Gneisti - 20/08/08 10:34 #

Jæja, hann bara uppnefnir mig ítrekað. Það er skiljanlegt að íslensk fornleifafræði hafi losað sig við þennan grip.