Örvitinn

Spillingin

Hvað er þetta annað en mútur? Hvernig dettur stjórnmálamönnum og opinberum starfsmönnum í hug að fara í svona ferð?

Stórlaxar veiddu í boði Baugs við upphaf REI máls

Hin umrædda veiðferð var farin í Miðfjarðará. Baugur tók frá tíu veiðileyfi í ánni og útvegaði mannskapnum sjö leiðsögumenn. Veiðileyfi í Miðfjarðará eru ein þau dýrustu á landinu.

Nei, þetta er ekki í lagi og í öllum alvöru löndum myndu viðeigandi aðilar þurfa að segja af sér með skömm, sérstaklega ráðherra. Hér mun ekkert gerast.

Ætli fólk hafið gefið þetta upp til skatts?

pólitík
Athugasemdir

Mummi - 20/08/08 16:57 #

Þetta lið er ekki venjulegt. Bera af sér sakir hægri vinstri og halda því fram að fyrst ekkert var rætt um sameiningu GGE og REI í þessari veiðiferð þá sé þetta í góðu lagi!

Ég á ágætlega efnaða kunningja en engum þeirra hefur dottið í hug að bjóða mér upp úr þurru, ásamt nokkrum kunningjum mínum í fimmhundruðþúsund krónu skemmtireisur. Sýnir ágætlega hvað þessir gæjar eru algerlega úr takti við venjulegt fólk. Þeir sjá ekkert athugavert við þetta.

Matti - 20/08/08 19:27 #

Nú er verið að semja leikrit þar sem Haukur bauð Villa og Gulla, en Baugur borgaði. Var Haukur þá að blekkja mennina?

Eggert - 20/08/08 21:12 #

Er ekki hægt að klína þessu á Ólaf F?

Matti - 20/08/08 21:14 #

Auðvitað, Ólafur var bara svo fullur að hann man ekki eftir ferðinni.