Örvitinn

"Hinir útvöldu"

Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins er auglýsing sem hefst á fullyrðingunni: "Hinir útvöldu aka um á Range Rover".

"Hinir útvöldu"!

hinir_utvoldu_litil.jpg

Mér finnst eitthvað öfugsnúið að bjóða "hagstæð rekstrarleigukjör" til að fólk gæti (er þetta happdrætti, er ekki víst að þú fáir að kaupa bílinn?) "komist í hóp hinna útvöldu". Ef fólk þarf hagstæð rekstrarleigukjör til að kaupa svona bíl er það ekki "einn af hinum útvöldu".

Nægir voru fordómar mínir gagnvart þeim sem aka um á glænýjum Range Rover fyrir, það er eitthvað óskaplega hallærislegt við það þegar starfsmenn fjármálastofnana ákveða í hópum að kaupa nákvæmlega eins bíl. Þökk sé þessari auglýsingu mun ég ekki geta horft á Range Rover héðan í frá án þess að ímynda mér að ökumaðurinn sé fáviti.

Þvílík snilld í markaðssetningu.

kvabb
Athugasemdir

Tryggvi R. Jónsson - 21/08/08 13:54 #

Það er alltaf spurning um hvað toppar "The Cock-o-meter" eins og þeir TopGear menn kölluðu það. En ég sé að brunaútsalan á RR sem ég spáði í vor er byrjuð ;) Fyrr en ég átti von á.