Örvitinn

Brunaútsala á frábærum Nikon linsum

Á morgun kaupi ég nýja myndavél og því ætla ég að selja eftirfarandi myndavéladót.

myndavélar og aukahlutir
Athugasemdir

Einar Örn - 21/08/08 18:10 #

Það er greinilegt að þú stóðst græjulostann ekki mjög lengi.

Ég keypti mér D700 úti í USA um helgina og ég er ÁSTFANGINN af þessari vél. Tók fyrstu myndirnar mínar í brúðkaupi, sem var haldið í frekar illa lýstu tjaldi og myndirnar, sem ég tók þar á ISO 1600 eru ótrúlegar.

RAW skrárnar úr vélinni eru ekki einu sinni studdar í Aperture ennþá. Þetta kallar maður að vera fljótur. :-)

Matti - 21/08/08 18:22 #

Tja, ég hafði alveg stjórn á græjulostanum - þar til á reyndi :-)

Í fyrradag rölti ég í Fótoval af rælni, til að athuga með smá viðgerð á gömlu vélinni (skipta um gúmmí á gripi) og vantaði líka skjáhlíf. Spurði auðvitað um D700 fyrst ég var á þarna og komst að því að D700 kæmi til þeirra daginn eftir. Reyndar var langur biðlisti og ósennilegt að ég fengi eintak. Lét samt bæta mér á listann fyrir næstu sendingu. Í morgun fékk ég símtal þar sem ég var spurður hvort ég vildi kaupa vélina, einhverjir hafa þá eflaust gugnað á þessu, verðið verið hærra en þeir áttu von á.

Ég vildi helst kaupa vélina hér á landi upp á ábyrgð og skattinn, frekar en í London þegar ég fer þangað bráðlega.

En þú ert semsagt kominn yfir í Nikon. Ég er að segja það, þessi vél er náttúrulega klikk.

En svo kemur næsta Canon vél :-)

Kalli - 21/08/08 20:36 #

Djöfull hljómar 65þ. fyrir D200 sanngjarnt. Sé að D40 er eitthvað sem borgar sig ekki að selja :)

Matti - 21/08/08 20:41 #

Ég var á tímabili að spá í að reyna að selja D200 og fá D40 upp í sem backup vél - en nennti svo eki að standa í því. 65þ er afskaplega sanngjarnt, enda var annað hvort að selja hana núna eða setja vélina upp í D700 á enn lægra verði.