Örvitinn

Sigma 30 1.4 á D700

Ég ætla að eiga Sigma 30 1.4 linsuna áfram þó hún sé hönnuð fyrir crop vélar, það er nefnliega hægt að fá ansi skemmtilegar myndir úr þessari linsu á full fram vél. Ryan Brenizer hefur sýnt nokkur dæmi um það.

Ég þurfti að sjálfsögðu að fikta í gærkvöldi, þessa mynd tók ég út um gluggann á bílnum meðan ég beið í bílaröðinni á McDonals. Var að kaupa kvöldmatinn handa stelpunum, við hjónin fórum út að borða.

Þetta er það sem maður gerir þegar maður eignast nýjar græjur. Tekur myndir af tré við McDonalds!

Berries

Myndin er aðeins croppuð, svona lítur vignettið út beint úr vél.

d700_sigma3014.jpg

myndavélar og aukahlutir