Örvitinn

Myndskreyttur bás

Básinn minn í vinnunniÉg fékk Pixla til að prenta tvær myndir fyrir mig í fyrradag. Var bara að prófa mig aðeins áfram og fékk myndirnar í stærðinni 30x20cm.

Myndirnar koma ansi vel út í þessari stærð. Ég nennti ekki að setja þessar í ramma eða láta líma á plötu, festi þær bara með teiknibólum.

Næst ætla ég að prófa að láta prenta í stærðinni 45x30cm. Á einnig eftir að prófa að prenta einhverja mynd ennþá stærri á striga handa Gyðu, hana langar að setja mynd á vegginn á skrifstofunni sinni. Ég verð bara að gera mitt besta til að skreyta fátæklega básinn minn. Þetta er þriðja myndin.

dagbók
Athugasemdir

Arnold - 29/08/08 19:26 #

Og hvernig líður þér svo með D700? Þú þarft að fara að koma með vísindalega útekt á henni fyrir okkur ;)

Sævar Helgi - 29/08/08 19:59 #

Nákvæmlega!! Hvað á maður eiginlega að þurfa að bíða lengi?

Matti - 30/08/08 12:51 #

Rólegir, ég er of upptekinn við að leika mér ;-)