Örvitinn

Landsliðsfyrirliðinn, Gvuð og guðleysi

Í Morgunblaðinu í dag er viðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við Ólaf Stefánsson.

Trúirðu á Guð?
Þetta er mest abstrakt hugtak sem hægt er að tala um. Auðvitað trúi ég á kraftinn í kringum okkur. Vonin um að eitthvað sé okkur æðra verður að vera og hún eykst eftir því sem maður eldist. Ég hef samt eiginlega aldrei spurt mig beint hvort ég trúi á Guð. Guðirnir eru eins og margar manneskjurnar. Allir hafa sinn Guð. Guðleysingjarnir eiga sinn Ekki-Guð, þeir fara að trúa á peninga eða Guð vonleysis eða einhvern annan Guð.

Já einmitt. Guðleysingjarnir trúa bara á peninga, vonleysi eða einhvern annan Guð! :-|

Ég man ekki eftir því að hafa séð nokkurn svaraði þessari spurningu neitandi hjá Kolbrúnu. Einu sinni sendi ég viðmælanda hennar póst því ég vissi að sá sem þá var rætt við er trúleysingi en ekkert var minnst á Gvuð í viðtalinu. Spurningin um Gvuð kom þá ekki upp í þeirra samtali.

Ég gruna Kolbrúnu um að sleppa spurningunni ef hún veit að viðmælandinn er trúlaus. Hugsanlega er þetta ekki einu sinni meðvitað og kannski hef ég bara rangt fyrir mér. Getur einhver bent mér á viðtal Kolbrúnar þar sem spurningin um Gvuð kemur fram og svarið er að viðmælandi sé trúlaus?

efahyggja fjölmiðlar
Athugasemdir

Hildur - 30/08/08 14:19 #

Já þegar hún tók viðtal við Yrsu Sigurðardóttur rithöfund og verkfræðing fyrir 24 stundir (nema það hafi enn heitið Blaðið þá), og spurði: Ertu trúuð?, þá svaraði Yrsa: Nei, alls ekki.

En þetta er eina dæmið sem ég man.

Matti - 30/08/08 14:29 #

Flott að ég hafði rangt fyrir mér :-) Þegar þú nefnir þetta þá rámar mig í það viðtal.

Eflaust hef ég ekki verið byrjaður að spá í þessu þegar það viðtal var tekið en það er nokkuð langt síðan ég byrjaði að skima í gegnum viðtöl Kolbrúnar til að tékka á gvuðsspurningunni.

Matti - 30/08/08 23:26 #

Djísus, ég man greinilega ekki neitt :-) Tveimur mánuðum síðar flutti Jón Baldvin opnunarræðu á trúleysisráðstefnu.

Hvað um það, við höfum þarna a.m.k. tvö fín dæmi sem stangast á við kenningu mína. Því er ljóst að hún stenst ekki.

LegoPanda - 31/08/08 01:18 #

Mér finnst það rosalega skrítið ef mikið af trúuðu fólki getur ekki ímyndað sér líf án þess að trúa á einhvern guð. Ólafur talar þarna um ,,ekki-guð" sem persónu - er hægt að tilbiðja eða trúa á ekki-guð? Svo peninga, eins og maður tryði á þá í staðinn fyrir einhvern guð. Guð vonleysis? Hvað er það? Loks gefst hann upp og segir ,,einhvern annan guð".

Getur verið að hann sé að tala um einhverja tilfinningu, einhverja skynjun á umhverfinu eða túlkun, sem hann kallar bara ,,guð"? Kannski einhvers konar ramma eða byrjunarpunkt til að hugsa út frá? Ef þetta er eitthvað svoleiðis, þá myndi ég ekki nota sama orð yfir það og það sem sumir nota yfir yfirnáttúrulegan einræðisherra í sandkassa dagsdútlsins.

Og krafturinn í kringum okkur? Er hann að tala um regndansa? Eða hulduorku, orkuna í tímarúminu sem er að hraða þenslu alheimsins? Það er sjálfsagt en óþarft að ,,trúa á" hulduorku - við vitum að hún er þarna. Við vitum bara ekki hvað veldur henni. (:P)

LegoPanda - 31/08/08 01:25 #

Ah, ég veit!

Hulduorka útskýrist með hugtakinu vitrænn þrýstingur!

Þ.e., mekanismi hulduorku er svo óendanlega flókinn að við verðum ávallt of heimsk til að skilja hann, þannig að eitthvert ,,vitrænt afl" hlýtur að vera að ýta heiminum í sundur!