Örvitinn

Ljósleiðarablús

Þessa dagana er Orkuveitan að leggja ljósleiðara í götuna okkar. Ég hef dálítið verið að spá í þessum málum, segja upp símalínu og taka allt (síma, internet, sjónvarp) í gegnum ljósleiðara. Með því ætti að fást hraðvirkari internettenging og betra sjónvarpsmerki en það fylgir böggull skammrifi því á Íslandi eru efnisveitur og gagnaflutningar ennþá rækilega samtvinnuð.

Þannig sýnist mér ég ekki geta fengið Skjáinn gegnum ljósleiðara OR heldur þarf ég að binda mig við gamaldags símalínur og ADSL til að nota þá þjónustu, fyrir sjónvarp sé ég ekki betur en að ég þurfi að nota Digital Ísland afruglara 365, er þó ekki viss því eitthvað er talað um VOD þjónustu í heimasíðunni. Ég þyrfti líka að færa símaþjónustu frá Símanum og internetþjónustuna yfir til Vodafone, Tal eða Miðheima. Þetta gæti satt að segja kostað mig töluverðan pening.

Hvaða rugl er þetta? Átti ekki að setja reglur um árið þar sem þessir þættir væru aðskyldir, að hægt væri að kaupa þjónustu frá hverjum sem er óháð því hvernig tenging heimili er með? Hvað fór úrskeiðis?

Svo er náttúrulega önnur spurning hvort ég þurfi hraðvirkara internet og betra sjónvarpsmerki. Í raun ekki.

kvabb tækni