Örvitinn

Álvitar og hræsnarar

Hver er álviti?

Andri Snær Magnason skrifaði grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann reynir að benda á að þeir sem mótmæla því að fleiri álver verði byggð hér á landi þjáist ekki af álfóbíu, að andstaðan við enn fleiri álver á Íslandi sé ekki endilega andúð á tilteknum málmi og nýtingu hans.

Álvitinn og eyjubloggarinn Röggi svarar með einhverju heimskulegasta bloggi sem ég hef séð. Andri Snær gerir athugasemd sem fer fyrir ofan garð og neðan hjá álvitum.

umhverfið vísanir
Athugasemdir

Matti - 01/09/08 19:43 #

Umburðarlyndisfasisti og umhverfisverndarkommi. Jamm, það passar :-)