Örvitinn

Málssvari trúarinnar

Ef McGrath er einn besti málssvari guðfræði og kristindóms myndi ég ekki vilja sjá þá sem eru slakir. Óli lýsir þessu ágætlega.

Annars var þetta ágæt skemmtun. Ég reyndi að fá McGrath til að úskýra fyrir mér hvað fælist í því að vera "fundamental" trúleysingi en það gekk ekkert sérlega vel. Spurningin kom í kjölfar þess að landsþekktur grínisti nefndi vondu fúndamentalistana til sögunnar, þeir eru víst alltaf að segja honum hvernig hann á að lesa Biblíuna. Ég ræddi þetta við McGrath eftir fyrirlesturinn og fannst hann aðallega reyna að koma sér hjá því að svara. Ég gat ekki skilið svarið öðruvísi en að fúndamental trúleysingi væri sá trúleysingi sem gagnrýnir trú - en um leið var hann ekki tilbúinn að samþykkja að trúmaður sem boðar trú sé þá einnig fúndamentalisti. Við vorum þó sammála um að hugtakið væri ofnotað, jafnvel af grínistum.

En karlinn var ósköp vinalegur.

kristni