Örvitinn

Morgunblaðið auglýsir reykingar

Ég verð að játa að ég var dálítið gáttaður þegar ég sá umfjöllun Morgunblaðsins um vatnspípureykingar í blaðinu í dag.

Svanur læknir skrifaði Morgunblaðinu opið bréf vegna málsins.

Í alvöru talað, hvað er ritstjórn Moggans að spá? Tvær sætar stúlkur látnar kynna reykingar eins og það sé ofsalega flott og fínt. Stemmingin er svo góð og reykurinn er jafnvel með ávaxtabragði eins og áfengisgosdrykkir. Maður gæti haldið að þetta sé sett svona fram til að hvetja krakka endilega til að prófa reykingar. Eru menn orðnir alveg bilaðir?

fjölmiðlar
Athugasemdir

hildigunnur - 03/09/08 16:59 #

Með tvær unglingsstúlkur í húsinu verð ég að vera fegin að ég kaupi ekki Moggann.

Ósk - 03/09/08 18:39 #

Ég hugsaði einmitt það sama. Talað um að þetta sé í tísku annar staðar í Evrópu og einhverjar sætar menntaskólastelpur með vatnspípuna sína, segjandi að "stemningin felist í því að reykja saman".