Örvitinn

Allir

Ég er ekki einn af öllum. Hvað er ég þá?

Athugasemdir

Magnús - 06/09/08 21:07 #

Öfgamaður, eða í besta falli hávær minnihluti.

Matti - 06/09/08 21:10 #

Einmitt. Minnihlutar teljast ekki með líkt og samkynhneigðir, svertingjar, Jesús og lærisveinarnir.

Hvernig er ég annars öfgamaður?

Matti - 06/09/08 21:36 #

...og hvað er eiginlega að "háværum minnihlutahópum"?

Ég hlýt að vera minnihluti, ég er bara einn.

Mér finnst bara svo afskaplega undarleg tilfinning að vera ekki einn af öllum. Hvað þarf ég eiginlega að gera til að komast í hóp allra?

Ásgeir - 06/09/08 21:49 #

Þú vilt það ekki, það er einmanalegt þar.

Eggert - 07/09/08 19:07 #

Matthías, hefurðu íhugað að bæta og rækta samband þitt við Jesúm Krist?

Matti - 07/09/08 22:50 #

Er þessi Jesúm ekki heldur einn af öllum?

málfarsráðuneytið - 08/09/08 10:32 #

"Er þessi Jesús.." .

sjá fallbeygingu hér.

Það er eitt að vera öfgamaður, annað að fallbeygja vitlaust!

Matti - 08/09/08 10:51 #

Ég var að vitna í athugasemdina á undan "með tungu út á kinn".

málfarsráðuneytið - 08/09/08 16:39 #

Matthías, hefurðu íhugað að bæta og rækta samband þitt við hest með tungu út á kinn? (Þolfall: Jesúm)

Er þessi hestur ekki heldur einn af öllum? (Nefnifall: Jesús)

Málfarsráðuneytið - við göngum í málið!

Matti - 08/09/08 16:48 #

"með tungu út á kinn"

Málfarsráðuneytið - 08/09/08 16:59 #

Ákveðið hefur verið að taka afsökunarbeiðni þína til greina.

Málfarsráðuneytið - við göngum í málið!

Matti - 08/09/08 17:02 #

Sjúkk mar.