Örvitinn

Aldagömul vitneskja

Það er ansi algengt að fólk telji að aldur "vitneskju" sé mælikvarði á gæði hennar. Gömul kínversk fræði eru góð vegna þess að þau eru gömul og kínversk.

Missti þetta fólk af tuttugustu öldinni?

Mér finnst stundum skondið hvað nýaldarsinnar eiga auðvelt með að hræra saman hindurvitnum. Ef fólk hefur ákveðið "að trúa" virðist engu máli skipta hvað er borið á borð fyrir þau, allt er étið upp. Nálastungur, miðlar, árulestur, fyrri líf, heilun, kristallar, blómadropar og svo framvegis. Það skiptir ekki einu sinni máli þó hindurvitnin stangist á - öllu er trúað.

Svo toppar þetta fólk allt með því að dýrka karl sem fyrirleit svona hindurvitni því þau skyggðu á hans eigin.

efahyggja