Örvitinn

Tveir þjóðsöngvar

Munurinn á alvöru þjóðsöng og vonlausum sálmi heyrðist vel fyrir landsleik Íslands og Skotlands. Fyrst var sungið um smáblómið eilífa og vel heyrðist í söngkonunni. Svo var skoski þjóðsöngurinn fluttur og þá yfirgnæfði söngur skosku stuðningsmannanna sönginn úr hátalarakerfinu

Annar söngurinn er til þess fallinn að sameina fólk í söng, hinn er fyrir fáa útvalda að syngja. Allir hinir hlusta og klappa í lokin.

Er það kannski lýsandi fyrir þjóðina.

menning