Örvitinn

Kirkjan og staðgöngumæðrun

Á að leyfa staðgöngumæðrun?

Guðlaugur Þór Þórðarson tók undir með Ragnheiði um að ekki væri hjá því komist að skoða þetta mál [hvort leyfa eigi staðgöngumæðrun] og bætti við að kirkjan myndi einnig að koma að þeirri umræðu.

Hvað í andskotanum er í gangi í þessu samfélagi. Hvað í ósköpunum á fjandans ríkiskirkjan að segja um þetta málefni? Sama kirkja og hefur dregið lappirnar í málum samkynhneigðra? Sama kirkja og boðar fordóma gagnvart trúleysingjum? Á sú kirkja að koma að þeirri umræðu. Til hvers? Er hugmynd Guðlaugs að tefja málið í nokkur ár meðan guðfræðingar velta því fyrir sér hvað Lúther hefði sagt?

Djöfull finnst mér þetta ógeðslega heimskulegt og pirrandi.

(athugasemdakerfi er enn í ólagi, ég skoða það mál í kvöld)

kristni kvabb pólitík