Örvitinn

Leikurinn í gær

Mikið óskaplega var þetta sætur sigur.

Ekki var nóg með að þetta væri fyrsti sigur Liverpool á Man Utd í deildinni síðan ég sá Liverpool vinna á Old Trafford í apríl 2004 heldur var sigurinn afskaplega verðskuldaður, Liverpool var sterkar liðið í leiknum fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar. Reyndar hefur Liverpool verið sterkari aðilinn í síðustu tveimur heimaleikjum í deildinni á móti ManU en United hefur náð að nappa sigri.

Ég rölti á Players í gær, var rétt rúmar tuttugu mínútur á leiðinni. Þegar ég mætti voru United menn að fagna markinu og ég átti ekki von á góðu. Staðurinn var stappaður en ég fékk sæti hjá fyrrum vinnufélaga og stuðningsmanni United.

Jöfnunarmark Liverpool var heppnismark en Kuyt átti að vera búinn að skora tvö þar á undan. Seinni hálfleikur var eign Liverpool.

Ég skrifa ekki oft um boltann en þegar Liverpool vinnur Man Utd er ekki annað hægt.

boltinn
Athugasemdir

sirry - 14/09/08 22:25 #

Ég er aðalega að prufa nýja comenta kerfið en til hamingju með sigur Liverpoolmanna bara frábært

Matti - 15/09/08 07:12 #

Fannst þér athugasemdakerfið ekki bara virka vel ;-)

Reyndar virka tölvupóstmeldingar ekki en ég nenni ekki að stressa mig á því.