Örvitinn

Gamli og nýi tíminn

VefþjónarGamli og nýi vefþjónninn standa hlið við hlið í server herberginu. Sá gamli tengdur á innra neti svo hægt sé að flytja gögn á milli. Bráðlega tek ég hann úr sambandi, kippi úr honum harða disknum og hendi á haugana.

Áður en sú vél varð vefþjónn þjónaði hún starfsmanni Landsbankans í einhver ár. Ég fékk hana fyrir slikk (man reyndar ekki eftir að hafa borgað fyrir hana) og bætti við minni og disk.

Nýja vélin er dálítið mikið sprækari. Samt keyptum við hægvirkasta tveggja kjarna gjörva sem við gátum fengið. Sá er í raun "undirklukkaður" og miklu meira en nógu hraðvirkur. 2GB af minni og 2x160GB diskar sem áttu að vera speglaðir en eru það ekki enn. Verða það vonandi í framtíðinni ef ég átta mig á því hvernig ég set það upp.

Sennilega verður þetta síðasti vefþjónn sem ég kaupi og set upp. Framtíðin felst í því að láta aðra sjá um að reka vélar og kaupa af þeim þjónustu - Google App engine, Amazon S3 og þessháttar.

En það er samt dálítið skemmtilegt að vera kominn með nýja og miklu öflugri vél í gang.

græjur