Örvitinn

Helvítis veðrið

Ég hata þetta veður.

Búinn að setja handklæði í gluggann í dótaherberginu. Í gluggaholunni er núna svona 3-4cm af vatni. Sennilega slepp ég við að ausa í þetta skipti.

00:55
Mér sýnist þetta sleppa, vatnið er ekki enn komið upp að glugga.
01:55
Ég fór út að ausa. Það var ekki byrjað að leka inn um gluggann en mér fannst vatnið vera komið óþægilega hátt. Það er skítaveður úti!
02:30
Fór aftur út að ausa. Setti farg yfir, skorðaði plastpoka yfir holuna og setti svo borð yfir. Ætla að sjá til hvort það hefur eitthvað að segja. Get vonandi farið að sofa eftir hálftíma.
02:45
Sentimeter..
03:30
Ég tæmi þetta innanfrá. Opna gluggann og eys með hálfslítersflösku sem ég skar toppin af ofan í skúringarfötu. Búinn að fylla fötuna í tvígang. Endalaust stuð.
03:50
Ég ætla að leggja mig í fjörtíu mínútur.
08:50
Þetta leit vel út klukkan hálf fimm þannig að ég skellti mér í bælið. Vaknaði til að skutla stelpunum í skólann en ætla að leggja mig aftur.

dagbók