Örvitinn

Útúrsnúningar barnatrúboða

Fólk hefur einmitt ekki verið að mótmæla barnastarfi kirkjunnar, það mótmælir því þegar þessu barnastarfi er troðið í leik- og grunnskóla. Svona skrif eru dæmi um lygaáróður barnatrúboðanna. Þeim finnst í lagi að beita útúrsnúningum til að verja leikskólatrúboðið. Þykjast ekki skilja umræðuna.

Þess má geta að undanfarið hefur ríkiskirkjan eytt háum fjárhæðum í að auglýsa barnastarf sitt, t.d. með heilsíðuauglýsingum í blöðum. Einnig með veggspjöldum sem hanga uppi í nær öllum leikskólum landsins. Það kemur mér ekkert á óvart að það skili einhverjum árangri, peningar eru öflugt tæki og það er hægt að gera ýmislegt fyrir fimm milljarða á ári.

Sumum finnst siðlaust að beina markaðssetningu að börnum. Öðrum finnst það eðlilegt. Við köllum sumt af því fólki barnatrúboða.

leikskólaprestur
Athugasemdir

Óli Gneisti - 18/09/08 12:21 #

Það virðist hins vegar vera að þessi umræða sé alltaf góð. Ef við kynnum málið þá sér flest fólk fáránleikan.

Matti - 18/09/08 17:17 #

Rétt, það er áberandi hvað það eru miklu fleiri sem taka undir með okkur í dag.

Það er aftur á móti afar þreytandi að standa í þessu stappi. Ég er eiginlega alveg að gefast upp á að svara athugasemdum hjá Höllu.

Óli Gneisti - 18/09/08 23:12 #

Ég skil það en þú hefur staðið þig vel.

Freyr - 19/09/08 11:00 #

Sammála síðasta ræðumanni. Nú þekkjust við ekkert Matti, en miðað við umræður á þessu bloggi, þá erum við skoðanabræður. Helsti munur okkar er að þú hefur dugnað og kjark til að standa í þessu - ég hef oftar en einu sinni gefist upp á að tala við fólk um trúmál því mér finnst ég vera að berja hausinn í vegg.

Matti - 19/09/08 13:30 #

Takk Freyr, það er gott að fá af og til staðfestingu á því vísbendingu um að maður er ekki öfgafullur umburðarlyndisfasisti. Þegar það er sagt nógu oft fer maður að efast!