Örvitinn

Bolti og bak

Ég er slæmur í bakinu þessa dagana, fæ verki í mjóbakið af og til. Kenni inniboltanum um, það er heljar álag á bak að hamast í innibolta.

Talandi um bolta, ég ók á milli öldurhúsa í gærkvöldi til að horfa á fótboltaleik en komst svo að því að leikurinn var hvergi sýndur. Endaði með því að hlusta á útvarpslýsingu á netinu.

dagbók
Athugasemdir

vr - 24/09/08 09:44 #

Það er líklegra að verkir í mjóbaki séu þvert á móti vegna of mikillar kyrrsetu en hreyfingar. Það væri ráð fyrir þig að æfa meira og þá einmitt kvið- og bakvöðva. Svo hjálpa auðvitað fyrirbænir líka (eða voru það bölbænir, ég man aldrei hvort...).

Hvar nærðu í útsendingar á netinu af enska (reikna með því að þú afir verið að hlusta á það)?

Matti - 24/09/08 09:52 #

Ég hlustaði á lýsinguna á síðu BBC, þetta var einhver Stoke stöð sem lýsti Liverpool leiknum. Fann vísun á ynwa foruminu.

Ég held það sé engin spurning að ofþyngd og þjálfunarleysi hafa sitt að segja - en ég hef ekki fengið í bakið í allt sumar og hef þó verið að spila fótbolta á gervigrasi tvisvar í viku.

Nú þegar inniboltinn hefst fæ ég verki. En ég þarf svosem að passa mig á post-hoc, vel má vera að þetta sé ótengt.

Eggert - 24/09/08 09:59 #

Rétta orðið er 'forbænir'

Mummi - 24/09/08 10:14 #

Mér finnst forboðnir hlutir meira spennandi en forbeðnir.