Örvitinn

Fjárkúgun, ekki handrúnkun

Ég held að einhverjir séu að rugla saman hugtökum. Í Kompás sáum við dæmi um fjárkúgun. Þegar einhver "sektar" þig um milljón án (löglegrar) ástæðu og hótar að berja þig ef þú borgar ekki er hann að kúga út úr þér fé.

Ef þú skuldar einhverjum í alvörunni milljón og hann sendir á þig mann til að innheimta skuldina með hótunum um ofbeldi er það handrúnkun.

Þannig að það má vel vera að ofbeldismaðurinn í Kompás sé ekki handrúnkari eins og hann heldur fram en hann er augljóslega fjárkúgari.

Ýmislegt
Athugasemdir

Elías - 24/09/08 13:21 #

Ég hef líka tekið eftir því að í samfélagi glæpamanna virðast viðgangast öðruvísi hugmyndir um réttlæti í viðskiptum. Sem dæmi má nefna að þar þykir framsal viðskiptakrafna vera svo sjálfsagt mál að það þarf ekki einu sinni að nefna það: ef A skuldar B og B skuldar C þá á C náttúrlega að rukka A, en B er laus allra mála.

Ég held að þessi misskilningur sé rót margra svona fjárkúgunarmála.

Eggert - 24/09/08 17:15 #

Ég er sammála Elíasi, og bendi jafnframt á að handrúnkarar hafa ábyggilega ekki neinn miðlægan grunn um hverjum sé búið að handrúnka og hverja ekki. Segjum að B skuldi bæði C og D - þessir menn handrúnka báðir A og fá meira út úr A samanlagt en e.t.v. A skuldaði B upprunalega.

Matti - 24/09/08 20:40 #

Í þessu tilviki var augljóslega um fjárkúgun að ræða þar sem "skuldin" var tilkomin vegna þess að náunginn hafi sagt eitthvað um hinn í útvarpi. En áður hafði hann augljóslega hótað honum til að innheimta fyrir aðra.

Eggert - 25/09/08 00:06 #

Já, enda var hvorugur okkar Elíasar að þræta fyrir það? Við vorum bara að stela bloggþræðinum þínum.

Annars verð ég nú að segja að það var erfitt að leggja trúnað á orð nokkurs þessara manna, annar vissi náttúrulega að hann var að tala fyrir framan myndavélar, og hinn hafði sterkan grun um það.
Það breytir því hins vegar ekki að hér var um fjárkúgun að ræða - þó svo ýjað væri að skuldum Ragnars hér og þar, og möguleika á einhvers konar handrúnkun vegna þeirra, og eins rifjaðar upp handrúnkanir á báða bóga - meginþemað snerist um fjárkúgun.