Örvitinn

Er Jónas að bulla um mánaðarlaun bankastjóra?

Hvaðan fær Jónas þá hugmynd að bankastjóri Glitnis sé með 27 milljónir á mánuði? Er þetta ekki bara bull?

Ég held að hið rétta sé að hann hafi verið með fimm milljónir á mánuði en svo lækkað í tvær og hálfa þegar Þorsteinn Már Baldvinsson tók við stjórnarformennsku bankans.

Vissulega fékk bankastjórinn helling fyrir að mæta til starfa og eflaust hefur hann forkaupsrétt á hlutabréfum (sem nú er verðlaust) en þessi mánaðarlaun hefur hann örugglega ekki.

pólitík
Athugasemdir

Óli Gneisti - 29/09/08 19:01 #

Var það ekki í 27 og lækkaði í 13,5 ?

Matti - 29/09/08 19:15 #

Ég veit það ekki, hvaðan koma þær tölur?

Samkvæmt þessari Eyjufrétt var hann með 9,5 milljónir á mánuði með bónusum.

Matti - 29/09/08 19:26 #

Samkvæmt þessari frétt fóru laun hans úr 5.5 milljónum í 2.8 milljónir á mánuði.

Lárus Welding, forstjóri Glitnis, hefur ákveðið að lækka laun sín um 50%. Laun Lárusar voru 5,5 milljónir á mánuði í fyrra en verða nú tæplega 2,8 milljónir króna.

teitur atlason - 29/09/08 19:39 #

Þetta eru upplýsingar úr Tekjublaðinu.

Matti - 29/09/08 19:57 #

Ok. Jónas á að vita að það er oft lítið að marka þær tölur.

Matti - 29/09/08 21:03 #

Sjáðu til, Jónas talar um mánaðarlaun. Almennt þegar við tölum um mánaðarlaun erum við að ræða um það sem fólk fær á launaseðli mánaðarlega, eins og t.d. það sem Lárus Welding fær um næstu mánaðarmót. Það verða 2.8 milljónir mínus skattar, ekki 27 milljónir. Sú tala inniheldur væntanlega 300 milljóna ráðningarbónus.

Ég er ekki að verja Lárus hér. Maðurinn var að kosta mig dálítið fé og mér finnst satt að segja að það eigi að reka hann ef það kostar ekki of mikið (starfslokasamningur).

En rétt skal vera rétt, Lárus er ekki með 27 milljónir í mánaðarlaun þó hann hafi haft slíkar tekjur í fyrra.

Það er oft lítið að marka þær tölur vegna þess að stundum byggja þær á áætlunum.

Anna - 29/09/08 23:18 #

27, 13.5, 9.5, 5.5 milljónir !!! Fyrir hvað ? Fyrir að eyðileggja banka ! Upphæðin skiptir ekki máli lengur. Það er komin tíma að Íslendingar standi saman og láti ekki þessa ræningja stela frá almenningi. Það er kominn tími að fólk fari út á götu og kasti steinum á þessa karla sem vaða yfir almenning. Af hverju er ekkert gert í þessum málum. Ástandið mun smám saman verða verra og verra og á meðan taka þessir ræningjar sína peninga út úr bönkunum og fela þá. Nú er tíminn kominn fyrir alla Íslendinga að standa saman.

Teitur Atlason - 30/09/08 06:17 #

Er nokkuð að því deila niður öllum peningum sem L.W hefur fengið frá Glitni á árninu, á 12 mánuði til þess að fá út mánaðarkaup hans?.. Gaurinn fær 300 kúlur við undirskrift og svo 5 eða 2.8 á mánuði eftir það.

það er fráleitt að taka ekki þessar 300 kúlur með í reikningin þótt þær strangt til tekið séu ekki mánaðarlaunin hans.

Matti - 30/09/08 07:59 #

Já, þá skal kalla það eitthvað annað en mánaðarlaun.

T.d. er ekki hægt að lækka þessi mánaðarlaun úr 27 milljónum. Hann mun ekki fá þessar 27 milljónir næstu mánaðarmót eða nokkur mánaðarmót ef út í það er farið.

Það er um að gera að taka 300 milljónirnar inn í myndina, en við köllum þær aldrei mánaðarlaun.

Matti - 30/09/08 08:10 #

Svo ég taki örlítið dæmi, fyrir tveimur árum seldi ég hlutabréf fyrir tvær og hálfa milljón. Það myndi samt engum detta í hug að bæta þeirri upphæð ofan á mánaðarlaun mín enda sel ég þau ekki aftur á hverju ári.

Teitur Atlason - 30/09/08 08:46 #

Vissulega punktur. Það er hinsvegar umræðunni til framdráttar að notast við hugtök sem allir skilja. Hugtök eins og mánaðarlaun. Það fær ENGINN fyrirfam nokkur árslaun við undirskrift starfssamnings. Fólk þekkir ekkert þennan veruleika.

Fólk skilur veruleika mánaðarlaunanna og því er ekkert að því að taka þessar 300 kúlur inní pakkann.

Matti - 30/09/08 10:09 #

Væri gáfulegt að "spara" með því að reka Lárus og ráða í staðin forstjóra sem fengi "bara" sex milljónir á mánuði en ekki tuttugu og sjö?

Matti - 30/09/08 13:31 #

Það er kominn tími að fólk fari út á götu og kasti steinum á þessa karla sem vaða yfir almenning.

Ég aðhyllist ekki siðferði Biblíunnar og fordæmi svona múgæsingartal.